Samantekt á þriðju viku Lenovo deildarinnar Samúel Ólason skrifar 13. maí 2019 16:35 Á sunnudaginn kláraðist þriðja vika Lenovo Deildarinnar, fjórir leikir voru spilaðir á sunnudaginn, tveir í League of Legends og tveir í Counter-Strike: Global Offensive. Leikir sunnudagsins voru æsispennandi og þá sérstaklega viðureign KR og Tropadeleet í CS:GO sem fór í tvöfalda framlengingu. Lenovo Deildin er í beinni alla miðvikudaga kl: 19:30, fimmtudaga kl: 19:30 og Sunnudaga kl: 17:00. Stöðuna í deildinni má svo sjá hér (Counter-Strike) og hér (League of Legends).Sjá einnig: Skyggnst á bakvið tjöldin í Lenovo deildinniLeikur 1 - League of Legends - Old Dogs v Kings Fyrsti leikur sunnudagsins var leikur Old Dogs og Kings í League of Legends. Fyrir leikinn sátu bæði liðin á botninum á deildinni, Kings með engan sigur og Old Dogs aðeins með einn sigur á móti Kings. Það var því tækifæri fyrir Kings til að jafna metin á neðri hluta töflunnar og koma sér úr fallhættu í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan.Leikur 2 - League of Legends - Frozt v Dusty Næsti leikur sunnudagsins var toppbaráttan í deildinni en með þessum leik áttu Dusty tækifæri á að jafna metin á toppnum en fram að þessu voru Frozt ósigraðir og Dusty aðeins búnir að tapa leiknum sínum við Frozt. Það var því til mikils að vinna fyrir Dusty í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 3 - Counter-Strike: Global Offensive - Tropadeleet v KR Næst á dagskrá var Counter-Strike en fyrsti leikur dagsins var á milli KR sem fyrir leikinn voru í öðru sæti í deildinni og Tropadeleet sem voru jafnir í neðsta sæti deildarinnar og áttu færi á að koma sér frá fallsætinu, þetta var því algjör skyldusigur fyrir Tropadeleet. Leikurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu og fór í tvöfalda framlengingu. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 4 - Counter-Strike: Global Offensive - Fylkir v HaFiÐ Fylkir sem verma botnsætið í deildinni mættu Hafinu sem voru ósigraðir og hafa hingað til verið óstöðvandi. Fylkir náðu fyrsta sigri sínum fyrr í vikunni og vildu halda þeirri sigurgöngu gangandi. Hægt er að sjá allt það helsta og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Á sunnudaginn kláraðist þriðja vika Lenovo Deildarinnar, fjórir leikir voru spilaðir á sunnudaginn, tveir í League of Legends og tveir í Counter-Strike: Global Offensive. Leikir sunnudagsins voru æsispennandi og þá sérstaklega viðureign KR og Tropadeleet í CS:GO sem fór í tvöfalda framlengingu. Lenovo Deildin er í beinni alla miðvikudaga kl: 19:30, fimmtudaga kl: 19:30 og Sunnudaga kl: 17:00. Stöðuna í deildinni má svo sjá hér (Counter-Strike) og hér (League of Legends).Sjá einnig: Skyggnst á bakvið tjöldin í Lenovo deildinniLeikur 1 - League of Legends - Old Dogs v Kings Fyrsti leikur sunnudagsins var leikur Old Dogs og Kings í League of Legends. Fyrir leikinn sátu bæði liðin á botninum á deildinni, Kings með engan sigur og Old Dogs aðeins með einn sigur á móti Kings. Það var því tækifæri fyrir Kings til að jafna metin á neðri hluta töflunnar og koma sér úr fallhættu í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan.Leikur 2 - League of Legends - Frozt v Dusty Næsti leikur sunnudagsins var toppbaráttan í deildinni en með þessum leik áttu Dusty tækifæri á að jafna metin á toppnum en fram að þessu voru Frozt ósigraðir og Dusty aðeins búnir að tapa leiknum sínum við Frozt. Það var því til mikils að vinna fyrir Dusty í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 3 - Counter-Strike: Global Offensive - Tropadeleet v KR Næst á dagskrá var Counter-Strike en fyrsti leikur dagsins var á milli KR sem fyrir leikinn voru í öðru sæti í deildinni og Tropadeleet sem voru jafnir í neðsta sæti deildarinnar og áttu færi á að koma sér frá fallsætinu, þetta var því algjör skyldusigur fyrir Tropadeleet. Leikurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu og fór í tvöfalda framlengingu. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 4 - Counter-Strike: Global Offensive - Fylkir v HaFiÐ Fylkir sem verma botnsætið í deildinni mættu Hafinu sem voru ósigraðir og hafa hingað til verið óstöðvandi. Fylkir náðu fyrsta sigri sínum fyrr í vikunni og vildu halda þeirri sigurgöngu gangandi. Hægt er að sjá allt það helsta og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira