Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum eftir umfangsmikinn bruna sem varð í skólanum um helgina, en þetta staðfestir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í samtali við mbl.is.
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er tjónið á byggingunni þar sem eldurinn kom upp gífurlegt, bæði vegna elds- og vatnsskemmda, en 140-150 nemendur stunda nám í sex skólastofum álmunnar þar sem eldurinn kom upp.
Seljakirkja og félagsmiðstöðin Hólmasel hafa boðið skólastjórn að hýsa hluta af kennslu næstu vikurnar á meðan unnið er að viðgerðum á álmunni.
Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða
Oddur Ævar Gunnarrson skrifar
