Kerr kallar þau konungsfjölskyldu NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:00 Stephen Curry og Seth Curry. Getty/ Jonathan Ferrey Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn. NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn.
NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira