Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem var að aka farþega gegn gjaldi án þess að hafa til þess réttindi. Farþeginn viðurkenndi að hafa greitt ökumanninum fyrir akstur frá Reykjavík og í Reykjanesbæ, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.
Hinum síðarnefnda var tilkynnt að hann væri grunaður um akstur bifreiðar til farþegaflutninga í atvinnuskyni án leyfis, svo og brot á lögum um leigubifreiðar. Maðurinn reyndi í fyrstu að bera af sér sakir en viðurkenndi svo að hafa ekið farþega gegn gjaldi.
Stóðu skutlara að verki
Birgir Olgeirsson skrifar
