Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:15 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira