Körfubolti

Segir að þessi skipti yrðu himnasending fyrir LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Getty/Joe Robbins
Bandarískir fjölmiðlar eru farnir að fjalla um möguleikann á því að Los Angeles Lakers skipti LeBron James til annars NBA-liðs í sumar.

Fyrsta tímabil LeBron hjá Lakers var næstum því eins slæmt að það gat orðið og maðurinn sem hafði verið í lokaúrslitum átta ár í röð var aðeins áhorfandi að úrslitakeppninni í ár.

Nýjustu sögusagnirnar eru að Lakers og Philadelphia 76ers muni mögulega skipta á LeBron James og Ben Simmons.

Ben Simmons er 22 ára en LeBron James er 34 ára. Simmons var ætlað að leiða framtíðarlið Sixers en nú efast sumir um að hann passi við hlið Joel Embiid.

Ben Simmons og félagar í Philadelphia 76ers duttu út úr undanúrslitum Austurdeildarinnar á móti Toronto Raptors á sunnudagskvöldið á lokaskoti í oddaleik.

Það hafa verið miklar væntingar gerðar til liðsins en það datt út á sama stað í ár og í fyrra. Í fyrra tapaði Philadelphia 76ers 4-1 á móti Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildarinnar.

Fjölmiðlamaðurinn Nick Wright í þættinum First Things First á Fox Sports 1 ræddi möguleikann á því að LeBron James fari til Philadelphia 76ers í sumar og honum líst mjög vel á það eins og sjá má hér fyrir neðan.

Að mati Wright yrði það himnasending fyrir LeBron James og hans feril að komast til Philadelphia 76ers því að það hafi að hans mati verið liðið sem hentaði honum best.







Hér fyrir neðan ræðir síðan Cris Carter, hinn umsjónarmaður First Things First á Fox Sports 1, þessa stóru ákvörðun Los Angeles Lakers að senda frá sér leikmann eins og LeBron James.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×