Mörg NBA lið liggja á bæn í kvöld til að fá tækifæri til að velja þennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 22:30 Zion Williamson. Getty/Patrick Smith Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton. NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton.
NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira