Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 18:49 Hótelið við ánna Ilz þar sem þrennt fannst látið, skotið með lásboga, á laugardag. AP/Matthias Schrader Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð. Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð.
Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15