Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. maí 2019 08:45 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Þeir fimm Katalónar sem réttað er yfir um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi og náðu kjöri á spænska þingið í lok apríl fá að fara úr fangelsi til þess að sækja innsetningarathöfn þann 21. maí. Svo úrskurðaði hæstiréttur Spánar í gær. Katalónarnir þurfa hins vegar að mæta aftur í gæsluvarðhald að athöfn lokinni en þeir hafa verið á bak við lás og slá í meira en ár. Katalónarnir sem um ræðir eru fyrrverandi ráðherrarnir Oriol Junqueras, Raül Romeva, Jordi Turull og Josep Rull ásamt aðgerðasinnanum Jordi Sanchez. Þeir eru, auk sjö annarra, ákærðir fyrir ýmsa glæpi í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu og yfirlýsingu Katalóna um sjálfstæði haustið 2017. Sækjendur krefjast mislangra fangelsisdóma yfir ákærðu. Þyngstu mögulegu refsingar krefst lögmaður öfgaflokksins Vox, allt að 74 ára fyrir meðal annars skipulagða glæpastarfsemi. Ríkissaksóknari krefst allt að 12 ára fyrir uppreisnaráróður og saksóknari dómsmálaráðuneytisins allt að 25 ára fyrir uppreisn. Lögmenn fimmenninganna fóru fram á það síðasta miðvikudag að hinir nýkjörnu þingmenn yrðu leystir úr haldi svo þeir gætu sinnt þessu nýja starfi og að réttarhöldunum yrði frestað þar til hæstiréttur fengi leyfi frá þinginu til að halda réttarhöldum áfram. Báru fyrir sig nýfengna þinghelgi. Á þetta féllst hæstiréttur ekki. Dómstóllinn hafði áður hafnað kröfum um að öll tólf ákærðu yrðu leyst úr haldi. Þessar hafnanir eru til komnar þar sem dómarar telja að hætta sé á að ákærðu flýi land. Sú afstaða grundvallast á því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017, og aðrir ráðherrar flúðu til Belgíu skömmu áður en ákærur voru gefnar út. Sanchez, Rull og Turull hafna því alfarið að stíga til hliðar og ætla sér að halda sætum sínum á þingi, að því er heimildarmaður innan framboðs þeirra, Sameinuð fyrir Katalóníu (JxCat), sagði við Reuters í gær. Landskjörstjórn færði fyrrnefndum Junqueras einnig slæmar fréttir í gær. Þessi fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs leiðir Evrópuþingsframboð átta flokka sem berjast fyrir sjálfstæði frá Spáni í Evrópuþingskosningum sem fara fram þann 26. maí. Kjörstjórn í Barcelona hafði gefið leyfi fyrir því að Junqueras og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, fengju að taka þátt í sjónvarpskappræðum sem fram fóru í gærkvöld. Þessu mótmæltu fangelsisyfirvöld á þeim grundvelli að það myndi raska starfsemi fangelsisins að koma upp myndsímtalsbúnaði fyrir Junqueras og ákvað landskjörstjórn því að meina honum að taka þátt í kappræðunum.Deilt við dómarann Réttarhöldin í Madríd halda áfram. Þar máluðu vitni mynd af störfum spænsku lögreglunnar. Sækjendur og verjendur hafa frá því fyrir réttarhöld deilt um beitingu ofbeldis í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna. Verjendur hafa sagt sakborninga ekki hafa staðið fyrir neinu slíku og þar með sé ekki hægt að sakfella fyrir uppreisn eða uppreisnaráróður heldur hafi spænska lögreglan staðið fyrir eina ofbeldinu í kringum kosningarnar. Sækjendur hafa hins vegar haldið því fram að ákærðu hafi kynt undir ofbeldi af hálfu almennra borgara. Skemmtikrafturinn Jordi Pesarrodona sagði lögreglu hafa gengið í skrokk á sér á kjördag. Spænskir lögregluþjónar hafi barið hann í klofið með kylfum. Til illdeilna kom á milli Benet Salellas, verjanda aðgerðasinnans Jordis Cuixart, og Manuel Marchena dómara þegar heimspekingurinn Marina Garcés gaf vitnisburð. Marchena stöðvaði Garcés þegar hún kallaði atkvæðagreiðsluna „magnaða“ og sagði tímasóun að hlusta á persónulegar skoðanir hennar. Salellas mótmæltu þessu og sagði nauðsynlegt að hlýða á skoðanir vitna rétt eins og dómarar hlustuðu á skoðanir lögregluþjóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Þeir fimm Katalónar sem réttað er yfir um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi og náðu kjöri á spænska þingið í lok apríl fá að fara úr fangelsi til þess að sækja innsetningarathöfn þann 21. maí. Svo úrskurðaði hæstiréttur Spánar í gær. Katalónarnir þurfa hins vegar að mæta aftur í gæsluvarðhald að athöfn lokinni en þeir hafa verið á bak við lás og slá í meira en ár. Katalónarnir sem um ræðir eru fyrrverandi ráðherrarnir Oriol Junqueras, Raül Romeva, Jordi Turull og Josep Rull ásamt aðgerðasinnanum Jordi Sanchez. Þeir eru, auk sjö annarra, ákærðir fyrir ýmsa glæpi í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu og yfirlýsingu Katalóna um sjálfstæði haustið 2017. Sækjendur krefjast mislangra fangelsisdóma yfir ákærðu. Þyngstu mögulegu refsingar krefst lögmaður öfgaflokksins Vox, allt að 74 ára fyrir meðal annars skipulagða glæpastarfsemi. Ríkissaksóknari krefst allt að 12 ára fyrir uppreisnaráróður og saksóknari dómsmálaráðuneytisins allt að 25 ára fyrir uppreisn. Lögmenn fimmenninganna fóru fram á það síðasta miðvikudag að hinir nýkjörnu þingmenn yrðu leystir úr haldi svo þeir gætu sinnt þessu nýja starfi og að réttarhöldunum yrði frestað þar til hæstiréttur fengi leyfi frá þinginu til að halda réttarhöldum áfram. Báru fyrir sig nýfengna þinghelgi. Á þetta féllst hæstiréttur ekki. Dómstóllinn hafði áður hafnað kröfum um að öll tólf ákærðu yrðu leyst úr haldi. Þessar hafnanir eru til komnar þar sem dómarar telja að hætta sé á að ákærðu flýi land. Sú afstaða grundvallast á því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017, og aðrir ráðherrar flúðu til Belgíu skömmu áður en ákærur voru gefnar út. Sanchez, Rull og Turull hafna því alfarið að stíga til hliðar og ætla sér að halda sætum sínum á þingi, að því er heimildarmaður innan framboðs þeirra, Sameinuð fyrir Katalóníu (JxCat), sagði við Reuters í gær. Landskjörstjórn færði fyrrnefndum Junqueras einnig slæmar fréttir í gær. Þessi fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs leiðir Evrópuþingsframboð átta flokka sem berjast fyrir sjálfstæði frá Spáni í Evrópuþingskosningum sem fara fram þann 26. maí. Kjörstjórn í Barcelona hafði gefið leyfi fyrir því að Junqueras og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, fengju að taka þátt í sjónvarpskappræðum sem fram fóru í gærkvöld. Þessu mótmæltu fangelsisyfirvöld á þeim grundvelli að það myndi raska starfsemi fangelsisins að koma upp myndsímtalsbúnaði fyrir Junqueras og ákvað landskjörstjórn því að meina honum að taka þátt í kappræðunum.Deilt við dómarann Réttarhöldin í Madríd halda áfram. Þar máluðu vitni mynd af störfum spænsku lögreglunnar. Sækjendur og verjendur hafa frá því fyrir réttarhöld deilt um beitingu ofbeldis í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna. Verjendur hafa sagt sakborninga ekki hafa staðið fyrir neinu slíku og þar með sé ekki hægt að sakfella fyrir uppreisn eða uppreisnaráróður heldur hafi spænska lögreglan staðið fyrir eina ofbeldinu í kringum kosningarnar. Sækjendur hafa hins vegar haldið því fram að ákærðu hafi kynt undir ofbeldi af hálfu almennra borgara. Skemmtikrafturinn Jordi Pesarrodona sagði lögreglu hafa gengið í skrokk á sér á kjördag. Spænskir lögregluþjónar hafi barið hann í klofið með kylfum. Til illdeilna kom á milli Benet Salellas, verjanda aðgerðasinnans Jordis Cuixart, og Manuel Marchena dómara þegar heimspekingurinn Marina Garcés gaf vitnisburð. Marchena stöðvaði Garcés þegar hún kallaði atkvæðagreiðsluna „magnaða“ og sagði tímasóun að hlusta á persónulegar skoðanir hennar. Salellas mótmæltu þessu og sagði nauðsynlegt að hlýða á skoðanir vitna rétt eins og dómarar hlustuðu á skoðanir lögregluþjóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira