Símtölin streyma að norðan en Gary neitar að gefast upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2019 11:00 Gary skrifaði undir þriggja ára samning við Val í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. KA hefur reynt hvað það getur að fá Gary í sínar herbúðir en félagaskiptaglugganum verður lokað í dag. Gary er áhugasamur en segir tímasetninguna ekki henta. „Nema það verði einhverjar ótrúlegar sviptingar þá verð ég áfram leikmaður Vals. Allavega fram í júlí,“ segir framherjinn markheppni. Gary hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum Íslandsmeistara Vals í fyrstu þremur umferðunum en þau hafa ekki dugað nema til eins stigs af níu mögulegum. Byrjun Valsmanna mætti líkja við hörmungar en þeim var spáð titlinum af svo til öllum enda með gríðarlega sterkan leikmannahóp. Gary fékk þau tíðindi á mánudag frá Ólafi Jóhannessyni að hann væri að horfa í kringum sig eftir nýjum framherja. „Það kom mér mjög á óvart en ég hugsaði að það væri allt í lagi ef sá væri ekki alveg eins og ég. Eins og Guðmundur Hafsteinsson, stór og stæðilegur, sem hefur aðra kosti. Svo höfum við náttúrulega Garðar (Gunnlaugsson),“ segir Gary.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, ásamt Sigurbirni Hreiðarssyni og Kristófer Sigurgeirssyni aðstoðarmönnum sínum.Vísir/Bára Dröfn KristinsdóttirDaginn eftir voru skilaboðin orðin önnur. Ólafur þjálfari vildi losna við Gary. Hann hentaði ekki leikstíl Valsmanna. „Ég var að koma og er ekki að fara,“ segir Gary. Hann fer ekki í neinar grafgötur að áfallið hafi verið mikið. Gærdagurinn hafi verið mjög langur. Hann hafi fengið nokkur símtöl en vilji flýta sér hægt. „KA hefur hringt töluvert í mig og verið mjög áhugasamir,“ segir Gary. Það henti honum bara ekki vel þessa stundina. Kærasta hans sé væntanleg frá Englandi eftir nokkra daga. Hann geti ekki boðið kærustunni upp á frekara ferðalag eftir flug og rútu til Reykjavíkur. Flug eða bílferð til Akureyrar, fram og til baka, sé ekki hægt að bjóða henni. Gary skrifaði undir þriggja ára samning við Val í upphafi árs og ætlaði sér stóra hluti. „Ég gaf það upp á bátinn að spila erlendis af því ég vildi finna hamingjuna aftur,“ segir Gary um ástæðu þess að hann kom aftur til Íslands. Maður fatti ekki hvað lífið sé gott á Íslandi fyrr en maður yfirgefur landið. Hér spilaði hann með ÍA, KR og Víkingum við fínan orðstír áður en hann hélt utan til Belgíu og Noregs.Gary er hann skrifaði undir samninginn við Val.vísir/esá„Ég vildi koma til besta liðsins. Ég ræddi líka við önnur lið en valdi Val,“ segir Gary. Hann sé þó meðvitaður um hlutverk sitt sem atvinnumaður í knattspyrnuliði. „Ég fæ borgað fyrir að vinna vinnuna mína. Ef hlutverk mitt er að sitja á bekknum þá geri ég það.“ Gary Martin hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir að vera stórorður. Lét hann ýmiss orð falla á sínum tíma á Akranesi sem hann myndi ekki segja í dag. Hann nefnir að hann standi betur að vígi núna en áður til að mæta svona áfalli. „Ég mætti á æfingu í gær syngjandi og fleiri tóku undir. Fyrir fjórum árum hefði ég mætt og ekki sagt neitt við neinn. Allir voru hlæjandi,“ segir Gary. Hann hafi merkt stuðning hjá liðsfélögum sínum sem hafi stutt hann með orðum. Það hafi skipt hann miklu máli. Hann ætli sannarlega ekkert á láni en viti að félagaskiptagluggadagurinn geti verið langur og ýmislegt gerst. Hann reiknar þó ekki með að fara neitt. Verði hann enn ekki inni í plönum Ólafs þjálfara í júlí, þegar glugginn verður opnaður, muni hann horfa í kringum sig.Hannes Þór Halldórsson var á meðal leikmanna sem Valur fékk til sín fyrir tímabilið.Vísir/Vilhelm„Ég fer klárlega ekkert í þessum glugga. Ég er með þriggja ára samning og ekkert að flýta mér að fara hvert sem er.“ Hann segir ýmislegt spila inn í að ekki hafi gengið sem skildi. Erfitt sé að vera framherji í liði sem spili með þrjá varnarsinnaða miðjumenn. Þá er hann sannfærður um að endurkoma Kristins Freys Sigurðssonar muni breyta miklu. „Kristinn Freyr gerir mig að betri leikmanni.“ Ólafur þjálfari hafi sagt að Gary passi ekki leikstíl Vals. Nú sé hans að sanna fyrir þjálfaranum að hann hafi rangt fyrir sér. Ólafur Karl Finsen, liðsfélagi Gary, birti myndband af þeim vinununum á Twitter seint í gærkvöldi. Um var að ræða atriði úr Wolf of Wall Street þar sem Leonardo Di Caprio, í hlutverki Jordan Belfort, öskrar útúrdópaður að hann sé ekki á förum. Táknrænt fyrir stöðuna hjá Gary í dag. „Við horfðum á myndina fram að þessu atriði. Þá var ég orðinn of þreyttur og fór að sofa,“ segir Englendingurinn 29 ára og hlær. Valur er á botni deildarinnar ásamt HK og ÍBV með eitt stig eftir þrjá leiki. Hlíðarendapiltar sækja Fylki heim í Lautina annað kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort Gary Martin byrji inn á eða verði á bekknum. Ólafur Jóhanesson, þjálfari Vals, segist ekki hafa hugmynd um hvað dagurinn beri í skauti sér í viðtali á Vísi @G9bov pic.twitter.com/fBov3VKv5G— Ólafur Karl Finsen (@olikalli17) May 14, 2019 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. KA hefur reynt hvað það getur að fá Gary í sínar herbúðir en félagaskiptaglugganum verður lokað í dag. Gary er áhugasamur en segir tímasetninguna ekki henta. „Nema það verði einhverjar ótrúlegar sviptingar þá verð ég áfram leikmaður Vals. Allavega fram í júlí,“ segir framherjinn markheppni. Gary hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum Íslandsmeistara Vals í fyrstu þremur umferðunum en þau hafa ekki dugað nema til eins stigs af níu mögulegum. Byrjun Valsmanna mætti líkja við hörmungar en þeim var spáð titlinum af svo til öllum enda með gríðarlega sterkan leikmannahóp. Gary fékk þau tíðindi á mánudag frá Ólafi Jóhannessyni að hann væri að horfa í kringum sig eftir nýjum framherja. „Það kom mér mjög á óvart en ég hugsaði að það væri allt í lagi ef sá væri ekki alveg eins og ég. Eins og Guðmundur Hafsteinsson, stór og stæðilegur, sem hefur aðra kosti. Svo höfum við náttúrulega Garðar (Gunnlaugsson),“ segir Gary.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, ásamt Sigurbirni Hreiðarssyni og Kristófer Sigurgeirssyni aðstoðarmönnum sínum.Vísir/Bára Dröfn KristinsdóttirDaginn eftir voru skilaboðin orðin önnur. Ólafur þjálfari vildi losna við Gary. Hann hentaði ekki leikstíl Valsmanna. „Ég var að koma og er ekki að fara,“ segir Gary. Hann fer ekki í neinar grafgötur að áfallið hafi verið mikið. Gærdagurinn hafi verið mjög langur. Hann hafi fengið nokkur símtöl en vilji flýta sér hægt. „KA hefur hringt töluvert í mig og verið mjög áhugasamir,“ segir Gary. Það henti honum bara ekki vel þessa stundina. Kærasta hans sé væntanleg frá Englandi eftir nokkra daga. Hann geti ekki boðið kærustunni upp á frekara ferðalag eftir flug og rútu til Reykjavíkur. Flug eða bílferð til Akureyrar, fram og til baka, sé ekki hægt að bjóða henni. Gary skrifaði undir þriggja ára samning við Val í upphafi árs og ætlaði sér stóra hluti. „Ég gaf það upp á bátinn að spila erlendis af því ég vildi finna hamingjuna aftur,“ segir Gary um ástæðu þess að hann kom aftur til Íslands. Maður fatti ekki hvað lífið sé gott á Íslandi fyrr en maður yfirgefur landið. Hér spilaði hann með ÍA, KR og Víkingum við fínan orðstír áður en hann hélt utan til Belgíu og Noregs.Gary er hann skrifaði undir samninginn við Val.vísir/esá„Ég vildi koma til besta liðsins. Ég ræddi líka við önnur lið en valdi Val,“ segir Gary. Hann sé þó meðvitaður um hlutverk sitt sem atvinnumaður í knattspyrnuliði. „Ég fæ borgað fyrir að vinna vinnuna mína. Ef hlutverk mitt er að sitja á bekknum þá geri ég það.“ Gary Martin hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir að vera stórorður. Lét hann ýmiss orð falla á sínum tíma á Akranesi sem hann myndi ekki segja í dag. Hann nefnir að hann standi betur að vígi núna en áður til að mæta svona áfalli. „Ég mætti á æfingu í gær syngjandi og fleiri tóku undir. Fyrir fjórum árum hefði ég mætt og ekki sagt neitt við neinn. Allir voru hlæjandi,“ segir Gary. Hann hafi merkt stuðning hjá liðsfélögum sínum sem hafi stutt hann með orðum. Það hafi skipt hann miklu máli. Hann ætli sannarlega ekkert á láni en viti að félagaskiptagluggadagurinn geti verið langur og ýmislegt gerst. Hann reiknar þó ekki með að fara neitt. Verði hann enn ekki inni í plönum Ólafs þjálfara í júlí, þegar glugginn verður opnaður, muni hann horfa í kringum sig.Hannes Þór Halldórsson var á meðal leikmanna sem Valur fékk til sín fyrir tímabilið.Vísir/Vilhelm„Ég fer klárlega ekkert í þessum glugga. Ég er með þriggja ára samning og ekkert að flýta mér að fara hvert sem er.“ Hann segir ýmislegt spila inn í að ekki hafi gengið sem skildi. Erfitt sé að vera framherji í liði sem spili með þrjá varnarsinnaða miðjumenn. Þá er hann sannfærður um að endurkoma Kristins Freys Sigurðssonar muni breyta miklu. „Kristinn Freyr gerir mig að betri leikmanni.“ Ólafur þjálfari hafi sagt að Gary passi ekki leikstíl Vals. Nú sé hans að sanna fyrir þjálfaranum að hann hafi rangt fyrir sér. Ólafur Karl Finsen, liðsfélagi Gary, birti myndband af þeim vinununum á Twitter seint í gærkvöldi. Um var að ræða atriði úr Wolf of Wall Street þar sem Leonardo Di Caprio, í hlutverki Jordan Belfort, öskrar útúrdópaður að hann sé ekki á förum. Táknrænt fyrir stöðuna hjá Gary í dag. „Við horfðum á myndina fram að þessu atriði. Þá var ég orðinn of þreyttur og fór að sofa,“ segir Englendingurinn 29 ára og hlær. Valur er á botni deildarinnar ásamt HK og ÍBV með eitt stig eftir þrjá leiki. Hlíðarendapiltar sækja Fylki heim í Lautina annað kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort Gary Martin byrji inn á eða verði á bekknum. Ólafur Jóhanesson, þjálfari Vals, segist ekki hafa hugmynd um hvað dagurinn beri í skauti sér í viðtali á Vísi @G9bov pic.twitter.com/fBov3VKv5G— Ólafur Karl Finsen (@olikalli17) May 14, 2019
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira