Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 10:46 Jón Bjarni Steinsson hefur starfað við hátíðina síðan árið 2015. Fréttablaðið/Anton brink Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann segir aðstandendur hafa lagt sig fram við að uppfylla óskir íbúa í nágrenni hátíðarinnar og það verði gert í ár, til dæmis með styttri dagskrá. Tveir íbúar í Laugardal lýstu áhyggjum sínum af Secret Solstice í Bítinu í gær og sökuðu aðstandendur keppninnar um að hafa ekki nægilegt samráð við nágranna. Var m.a. vísað til fíkniefnaneyslu á hátíðinni og skemmtanahalds í hverfinu langt fram eftir nóttu.Sjá einnig: Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice „Ég held að það hafi kannski verið það sem særði mest í þessu viðtali í gær. Af því að við höfum lagt okkur gríðarlega fram síðustu ár í þessu,“ segir Jón Bjarni. Aðstandendur hátíðarinnar hafi fylgst náið með umræðu í íbúahópum í Laugardalnum og tekið umsagnir um hátíðina síðustu ár til sín. „Það segir sig sjálft að gagnrýni er til þess að vinna með hana. Bara fyrir hátíðina í fyrra held ég að ég hafi mætt á 30-40 fundi með alls konar hagsmunaaðilum og fólki hérna í hverfinu og annars staðar til að finna lausnir.“Viðtalið við Þórunni Steindórsdóttur og Vilhjálm Vilhjálmsson, íbúa í Laugardal, frá því í gær má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Secret Solstice hefur átt í töluverðum fjárhagsvandræðum en nýtt félag tók við rekstrinum fyrir hátíðina í ár, að miklu leyti skipað sama hóp og rekið hefur hátíðina síðustu ár. Skuld Secret Solstice við Reykjavíkurborg nemur um 19 milljónum króna og þá hefur umboðsaðili bandarísku rokkhljómsveitarinnar Slayer stefnt hátíðinni vegna vanefnda upp á 16 milljónir króna. Inntur eftir viðbrögðum við ásökunum um kennitöluflakk við eigendaskipti hátíðarinnar segir Jón Bjarni að veðrið í fyrrasumar hafi orðið fyrri eigendum að falli. „Það sem gerðist er að þessi hátíð varð fimm ára síðasta sumar. Það sem gerðist var að það gekk ekki sérstaklega vel síðasta sumar því það var hrikalegt veður sem setti strik í reikninginn. Og fyrri eigendur misstu hátíðina frá sér. Það kom nýr eigandi sem eignaðist vörumerkið frá kröfuhafa gamla félagsins.“ Þá vonast Jón Bjarni til þess að veðrið muni ekki leika hátíðina í ár jafngrátt og í fyrra. „Við skulum vona að þetta gangi upp í sumar. Menn eru að vanda sig núna og það er náttúrulega búið að breyta hátíðinni töluvert.“ Secret Solstice verður haldin helgina 21.-23. júní með breyttu sniði en síðustu ár. Þannig mun dagskrá ljúka í Laugardal fyrir miðnætti öll kvöldin en dagskráin flyst því næst niður í miðbæ. Þá hefur hátíðardögum einnig fækkað úr fjórum í þrjá.Viðtalið við Jón Bjarna má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann segir aðstandendur hafa lagt sig fram við að uppfylla óskir íbúa í nágrenni hátíðarinnar og það verði gert í ár, til dæmis með styttri dagskrá. Tveir íbúar í Laugardal lýstu áhyggjum sínum af Secret Solstice í Bítinu í gær og sökuðu aðstandendur keppninnar um að hafa ekki nægilegt samráð við nágranna. Var m.a. vísað til fíkniefnaneyslu á hátíðinni og skemmtanahalds í hverfinu langt fram eftir nóttu.Sjá einnig: Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice „Ég held að það hafi kannski verið það sem særði mest í þessu viðtali í gær. Af því að við höfum lagt okkur gríðarlega fram síðustu ár í þessu,“ segir Jón Bjarni. Aðstandendur hátíðarinnar hafi fylgst náið með umræðu í íbúahópum í Laugardalnum og tekið umsagnir um hátíðina síðustu ár til sín. „Það segir sig sjálft að gagnrýni er til þess að vinna með hana. Bara fyrir hátíðina í fyrra held ég að ég hafi mætt á 30-40 fundi með alls konar hagsmunaaðilum og fólki hérna í hverfinu og annars staðar til að finna lausnir.“Viðtalið við Þórunni Steindórsdóttur og Vilhjálm Vilhjálmsson, íbúa í Laugardal, frá því í gær má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Secret Solstice hefur átt í töluverðum fjárhagsvandræðum en nýtt félag tók við rekstrinum fyrir hátíðina í ár, að miklu leyti skipað sama hóp og rekið hefur hátíðina síðustu ár. Skuld Secret Solstice við Reykjavíkurborg nemur um 19 milljónum króna og þá hefur umboðsaðili bandarísku rokkhljómsveitarinnar Slayer stefnt hátíðinni vegna vanefnda upp á 16 milljónir króna. Inntur eftir viðbrögðum við ásökunum um kennitöluflakk við eigendaskipti hátíðarinnar segir Jón Bjarni að veðrið í fyrrasumar hafi orðið fyrri eigendum að falli. „Það sem gerðist er að þessi hátíð varð fimm ára síðasta sumar. Það sem gerðist var að það gekk ekki sérstaklega vel síðasta sumar því það var hrikalegt veður sem setti strik í reikninginn. Og fyrri eigendur misstu hátíðina frá sér. Það kom nýr eigandi sem eignaðist vörumerkið frá kröfuhafa gamla félagsins.“ Þá vonast Jón Bjarni til þess að veðrið muni ekki leika hátíðina í ár jafngrátt og í fyrra. „Við skulum vona að þetta gangi upp í sumar. Menn eru að vanda sig núna og það er náttúrulega búið að breyta hátíðinni töluvert.“ Secret Solstice verður haldin helgina 21.-23. júní með breyttu sniði en síðustu ár. Þannig mun dagskrá ljúka í Laugardal fyrir miðnætti öll kvöldin en dagskráin flyst því næst niður í miðbæ. Þá hefur hátíðardögum einnig fækkað úr fjórum í þrjá.Viðtalið við Jón Bjarna má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48