Segir kæru vegna gistiskýlis koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:02 Neyðarskýlið verður við Grandagarð 1a. Vísir/Egill Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent