Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 12:15 Conrad Black þegar hann mætti fyrir dómara árið 2011. AP/Charles Rex Arbogast Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent