Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 14:45 Frá dimmiteringu MA í gær. Hver bekkur sér um að útvega faraskjóta fyrir dimmisjón en algengast er að nemendur séu í vagni, sem dreginn er af traktori. Mynd/Aðsend Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30