Að leyfa sér að líða Arnar Sveinn Geirsson skrifar 17. maí 2019 10:00 Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun