Körfubolti

Meiðsli Durant alvarlegri en í fyrstu var talið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Durant verður í stúkunni í næstu leikjum.
Durant verður í stúkunni í næstu leikjum. vísir/getty
Það er nú orðið ljóst að Kevin Durant mun ekki spila með Golden State Warriors í næstu tveimur leikjum liðsins gegn Portland Trailblazers.

Durant tognaði á kálfa í fimmta leik Warriors og Houston Rockets og hefur því misst af síðustu þremur leikjum meistaranna.

Vonir stóðu til að hann gæti farið til Portland þar sem leikir þrjú og fjögur í einvíginu um krúnuna í vestrinu fara fram en nú er ljóst að svo verður. Það er frekar ólíklegt að hann taki þátt í rimmunni yfir höfuð.

„Vonandi heldur hann áfram að ná bata og hann hefur verið að ná bata. Vandamálið er að meiðslin eru meiri en við töldum í fyrstu,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State.

Golden State er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Portland og hefur verið að pluma sig mjög vel án hans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×