Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2019 20:00 Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira