Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 10:46 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata,. Vísir/vilhelm Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) telur niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hafi brotið gegn siðareglum með ummælum sínum bera vott af þöggunartilburðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. „Telur stjórn LFK mikilvægt að veita þingmönnum svigrúm til að orða og veita stjórnsýslulegt aðhald hvað varðar meðferð þingmanna á almannafé líkt og hv. þingmaður gerði og siðanefnd dæmir sem brot á siðareglum,“ segir í tilkynningu. Framsóknarkonur setja niðurstöðu siðanefndar jafnframt í samhengi við „hátterni ákveðinna þingmanna nýverið, þar sem höfð voru meiðandi ummæli um aðra þingmenn“, en gera má ráð fyrir að þar sé átt við þingmennina sem sátu á Klausturbar í nóvember. Hafi siðanefnd ekki talið ástæðu til að beita sér í að fordæma eða dæma þá brotlega gegn siðareglum þingmanna. „Stjórn LFK telur að meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sé ómerkt í stóra samhenginu hvað varðar traust almennings á Alþingi. Álit siðanefndar er að mati LFK frekar til þess fallið að Alþingi bíði frekari álitshnekki en ella.“ Siðanefnd Alþingis taldi Þórhildi Sunnu hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Alþingi Framsóknarflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) telur niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hafi brotið gegn siðareglum með ummælum sínum bera vott af þöggunartilburðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. „Telur stjórn LFK mikilvægt að veita þingmönnum svigrúm til að orða og veita stjórnsýslulegt aðhald hvað varðar meðferð þingmanna á almannafé líkt og hv. þingmaður gerði og siðanefnd dæmir sem brot á siðareglum,“ segir í tilkynningu. Framsóknarkonur setja niðurstöðu siðanefndar jafnframt í samhengi við „hátterni ákveðinna þingmanna nýverið, þar sem höfð voru meiðandi ummæli um aðra þingmenn“, en gera má ráð fyrir að þar sé átt við þingmennina sem sátu á Klausturbar í nóvember. Hafi siðanefnd ekki talið ástæðu til að beita sér í að fordæma eða dæma þá brotlega gegn siðareglum þingmanna. „Stjórn LFK telur að meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sé ómerkt í stóra samhenginu hvað varðar traust almennings á Alþingi. Álit siðanefndar er að mati LFK frekar til þess fallið að Alþingi bíði frekari álitshnekki en ella.“ Siðanefnd Alþingis taldi Þórhildi Sunnu hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15
Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00