„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2019 12:00 Íbúasamtök Laugardals sendu formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna síðust Secret Solstice hátíð vegna of mikillar hávaðamengunnar og fíkniefnamála. Íbúi segist hafa hrakist frá heimili sínu. VÍSIR/Andri Marinó Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30
Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00
Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46