Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Andri Eysteinsson skrifar 19. maí 2019 11:15 Atvikið umdeilda, í beinni útsendingu. Skjáskot/RÚV „Það var ekkert annað í stöðunni, það er ekki hægt að halda svona keppni sem á að snúast um sameiningu og frið meðal manna, sem er fallegt í sjálfu sér, en miðað við það sem á sér stað í þessu landi er ekki hægt að líta fram hjá því. Við viljum að listin minni á stærra samhengið,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara í viðtali við RÚV eftir úrslitakvöld Eurovision í Tel Aviv í gærkvöld. Eins og þjóð veit, flögguðu liðsmenn Hatara palestínskum fánum þegar stig, sem Ísland hlaut í símakosningu, voru tilkynnt af kynnum kvöldsins Bar Refaeli og Erez Tal. Uppi varð fótur og fit í græna herberginu, Hatara var snögglega kippt úr mynd og heyra mátti baul úr áhorfendaskaranum. Öryggisgæsla og starfsmenn Eurovision héldu rakleitt að íslenska hópnum og heimtuðu að fá fánana afhenta. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, tók herlegheitin upp á myndband sem birst hefur víða, þar á meðal á Vísi. „Það var þyngra hljóð í græna herberginu og magnað að finna viðbrögðin strax eftir. Ísraelsmenn og aðrir keppendur ýmist hrósuðu okkur eða bölvuðu. Það var rafmagnað og pólaríserað andrúmsloft,“ sagði Matthías Tryggvi um ástandið skömmu eftir gjörning Hatara „Þetta var áætlunin og þetta var vonandi til þess fallið að vekja spurningar, en ekki gert af neinum fjandskap. Bara af ást, við veifuðum þessum klútum af ást og það er svo afhjúpandi að finna bæði arabísk og ísraelsk viðbrögð, þau eru bæði blönduð og vonandi spyrja menn sig spurninga,“ bætti Matthías við.Að neðan má sjá uppákomuna og fyrri ummæli Hatara um hernámið hér úti í Tel Aviv.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur.Samtökin PACBI, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael gáfu til dæmis lítið fyrir gjörning Hatara og sagði að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu væri ekki hægt að jafna út þann skaða sem listamenn geri mannréttindabaráttunni með þátttöku í keppninni í Ísrael.Það þarf umræðu um að ísrael þurfi að svara fyrir gjörðir sínar, að ísrael sé aðskilnaðarríki og varpa sviðsljósinu á raunverulega Palestínu Ekkert sem Hatarar gerðu kveiktu á þeirri umræðu nema að gera lítið úr raunverulegum palestínskum aðgerðarsinnum #12stig — #freePALESTINE #BOYCOTTisrael (@asgeirsd) May 19, 2019Congrats #Iceland for your brave statement at the #EurovisionSongContest! It needs people like you to change the world. Even though I don't like your music, I highly respect your move yesterday! You don't need to be against Israel to show your commitment with Palestine! pic.twitter.com/bs5g0Mn5NJ — Alma (@AlmiVanJogi) May 19, 2019Ef Hatara væri raunverulega annt um baráttu Palestínumanna en ekki bara rassgatið á sjálfum sér þá hefðu þeir dregið sig úr keppni og komið með yfirlýsingu um það sem hefði fengið mun meiri athygli “til hjálpar baráttunni”. #12stig #0stig — Linda Ósk (@lindaoska) May 19, 2019Það er meiri aktívismi að lyfta fána Palestínu á þessu sviði en að horfa ekki á sjónvarpið. #sorrynotsorry #12stig #0stig — Atli Jasonarson (@atlijas) May 18, 2019Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Vísir/GettyKlútar Hatara í palestínsku fánalitunum voru þó ekki einu ummerkin um Palestínu sem birtust á skjám Eurovision áhorfenda í gærkvöldi. Glöggir gátu séð palestínskan fána á baki dansara söngkonunnar Madonnu sem, ásamt rapparanum Quavo úr hljómsveitinni Migos, flutti lög á meðan að á símakosningu stóð. Einn dansara Madonnu bar eins og áður segir palestínskan fána á bakinu en annar ísraelskan fána. Framkvæmdastjórn Eurovision segir fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriði endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana. Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft.Sömu skilaboðum var komið til Hatara fyrr í vikunni en í viðtali við SVT greindu Hatarar frá því að þeir hefðu verið múlbundnir eftir fund með Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision. EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) vissi ekki af fyrirætlunum Hatara en það gerði starfsfólk RÚV, sem er statt í Tel Aviv með Hatara, ekki heldur. „Ég held það já [að starfsmenn RÚV hafi ekki vitað af gjörningnum], það var ekkert endilega áætlunin að brjóta reglurnar af settu ráði. Það er einhver lína þarna enginn veit svo sem hvar hún er enda er þversögn að segja að þessi keppni sé ópólitísk,“ sagði Matthías. Þá virðist svo vera að ekki einu sinni allir Hatarar hafi vitað af gjörningnum. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palestínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Ljóst er að gjörningur Hatara hafi ekki fallið vel í kramið hjá EBU, búist er við einhverjum viðbrögðum frá EBU og líklegt þykir að Íslandi bíði einhver viðurlög vegna framgöngu Hatara. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í viðtali við RÚV ekki vita hverjar afleiðingarnar verði af uppátækinu. „Ég hreinlega veit það ekki, EBU er búið að tilkynna mér að það verði einhver viðbrögð, við sjáum til hver þau verða. Ég vona að þetta sé bara stormur í vatnsglasi sem gangi yfir í nótt og á morgun, sagði Felix. Matthías Tryggvi virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af eftirmálanum. „Ég er ekki sérfræðingur í gangverki keppninnar, eftirmálanum. Við urðum að breikka samhengi keppninnar með einhverjum hætti, við kusum að gera það bæði með atriðinu okkar og með þessum hætti,“ sagði Matthías í áðurnefndu viðtali við RÚV. Skömmu eftir keppni í gærkvöld hafði blaðamaður Vísis náð stuttlega tali af Matthíasi sem sagði einfaldlega „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi.“ Eurovision Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Það var ekkert annað í stöðunni, það er ekki hægt að halda svona keppni sem á að snúast um sameiningu og frið meðal manna, sem er fallegt í sjálfu sér, en miðað við það sem á sér stað í þessu landi er ekki hægt að líta fram hjá því. Við viljum að listin minni á stærra samhengið,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara í viðtali við RÚV eftir úrslitakvöld Eurovision í Tel Aviv í gærkvöld. Eins og þjóð veit, flögguðu liðsmenn Hatara palestínskum fánum þegar stig, sem Ísland hlaut í símakosningu, voru tilkynnt af kynnum kvöldsins Bar Refaeli og Erez Tal. Uppi varð fótur og fit í græna herberginu, Hatara var snögglega kippt úr mynd og heyra mátti baul úr áhorfendaskaranum. Öryggisgæsla og starfsmenn Eurovision héldu rakleitt að íslenska hópnum og heimtuðu að fá fánana afhenta. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, tók herlegheitin upp á myndband sem birst hefur víða, þar á meðal á Vísi. „Það var þyngra hljóð í græna herberginu og magnað að finna viðbrögðin strax eftir. Ísraelsmenn og aðrir keppendur ýmist hrósuðu okkur eða bölvuðu. Það var rafmagnað og pólaríserað andrúmsloft,“ sagði Matthías Tryggvi um ástandið skömmu eftir gjörning Hatara „Þetta var áætlunin og þetta var vonandi til þess fallið að vekja spurningar, en ekki gert af neinum fjandskap. Bara af ást, við veifuðum þessum klútum af ást og það er svo afhjúpandi að finna bæði arabísk og ísraelsk viðbrögð, þau eru bæði blönduð og vonandi spyrja menn sig spurninga,“ bætti Matthías við.Að neðan má sjá uppákomuna og fyrri ummæli Hatara um hernámið hér úti í Tel Aviv.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur.Samtökin PACBI, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael gáfu til dæmis lítið fyrir gjörning Hatara og sagði að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu væri ekki hægt að jafna út þann skaða sem listamenn geri mannréttindabaráttunni með þátttöku í keppninni í Ísrael.Það þarf umræðu um að ísrael þurfi að svara fyrir gjörðir sínar, að ísrael sé aðskilnaðarríki og varpa sviðsljósinu á raunverulega Palestínu Ekkert sem Hatarar gerðu kveiktu á þeirri umræðu nema að gera lítið úr raunverulegum palestínskum aðgerðarsinnum #12stig — #freePALESTINE #BOYCOTTisrael (@asgeirsd) May 19, 2019Congrats #Iceland for your brave statement at the #EurovisionSongContest! It needs people like you to change the world. Even though I don't like your music, I highly respect your move yesterday! You don't need to be against Israel to show your commitment with Palestine! pic.twitter.com/bs5g0Mn5NJ — Alma (@AlmiVanJogi) May 19, 2019Ef Hatara væri raunverulega annt um baráttu Palestínumanna en ekki bara rassgatið á sjálfum sér þá hefðu þeir dregið sig úr keppni og komið með yfirlýsingu um það sem hefði fengið mun meiri athygli “til hjálpar baráttunni”. #12stig #0stig — Linda Ósk (@lindaoska) May 19, 2019Það er meiri aktívismi að lyfta fána Palestínu á þessu sviði en að horfa ekki á sjónvarpið. #sorrynotsorry #12stig #0stig — Atli Jasonarson (@atlijas) May 18, 2019Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Vísir/GettyKlútar Hatara í palestínsku fánalitunum voru þó ekki einu ummerkin um Palestínu sem birtust á skjám Eurovision áhorfenda í gærkvöldi. Glöggir gátu séð palestínskan fána á baki dansara söngkonunnar Madonnu sem, ásamt rapparanum Quavo úr hljómsveitinni Migos, flutti lög á meðan að á símakosningu stóð. Einn dansara Madonnu bar eins og áður segir palestínskan fána á bakinu en annar ísraelskan fána. Framkvæmdastjórn Eurovision segir fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriði endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana. Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft.Sömu skilaboðum var komið til Hatara fyrr í vikunni en í viðtali við SVT greindu Hatarar frá því að þeir hefðu verið múlbundnir eftir fund með Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision. EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) vissi ekki af fyrirætlunum Hatara en það gerði starfsfólk RÚV, sem er statt í Tel Aviv með Hatara, ekki heldur. „Ég held það já [að starfsmenn RÚV hafi ekki vitað af gjörningnum], það var ekkert endilega áætlunin að brjóta reglurnar af settu ráði. Það er einhver lína þarna enginn veit svo sem hvar hún er enda er þversögn að segja að þessi keppni sé ópólitísk,“ sagði Matthías. Þá virðist svo vera að ekki einu sinni allir Hatarar hafi vitað af gjörningnum. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palestínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Ljóst er að gjörningur Hatara hafi ekki fallið vel í kramið hjá EBU, búist er við einhverjum viðbrögðum frá EBU og líklegt þykir að Íslandi bíði einhver viðurlög vegna framgöngu Hatara. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í viðtali við RÚV ekki vita hverjar afleiðingarnar verði af uppátækinu. „Ég hreinlega veit það ekki, EBU er búið að tilkynna mér að það verði einhver viðbrögð, við sjáum til hver þau verða. Ég vona að þetta sé bara stormur í vatnsglasi sem gangi yfir í nótt og á morgun, sagði Felix. Matthías Tryggvi virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af eftirmálanum. „Ég er ekki sérfræðingur í gangverki keppninnar, eftirmálanum. Við urðum að breikka samhengi keppninnar með einhverjum hætti, við kusum að gera það bæði með atriðinu okkar og með þessum hætti,“ sagði Matthías í áðurnefndu viðtali við RÚV. Skömmu eftir keppni í gærkvöld hafði blaðamaður Vísis náð stuttlega tali af Matthíasi sem sagði einfaldlega „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi.“
Eurovision Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira