Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2019 21:15 Þristurinn sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld er einskonar undanfari. Flugvélin er máluð eins og vélar Pan American World Airways voru á árum síðari heimstyrjaldarinnar. Vísir/KMU. Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Þetta eru allt svokallaðir „þristar“ á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í viðburðum í tilefni þess að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí árið 1944 og 70 ár frá loftbrúnni til Berlínar, sem hófst í júní 1948 og lauk í maí 1949. Þótt búist sé við vélunum eftir miðjan dag á morgun ríkir óvissa um tímasetningar, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu þeirra hérlendis. Þannig er hópflugið mjög háð veðri og vindum en veðurspá á Grænlandi, þaðan sem vélarnar koma í þessum áfanga, þótti tvísýn í dag. Áformað er að flugflotanum verði lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi gefist kostur á að skoða vélarnar á þriðjudag. Áætlað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag.Þristurinn Clipper Tabitha May svífur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Vísir/KMU.Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki og minnast menn þess ekki að viðlíka atburður hafi áður gerst í fluginu hérlendis, hvorki að svo margar vélar af þessari tegund hafi áður flogið saman í einum hópi til Íslands né að svo margir og gamlir „öldungar“ flugsins hafi lent áður hérlendis á sama degi. Þannig segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson að á stríðsárunum hafi þristar yfirleitt ekki verið fleiri en tveir og tveir saman í flugi yfir hafið til Íslands, en telur hugsanlegt að finna megi dæmi um að minni orustuvélum hafi verið flogið saman í svo stórum hópum til landsins. Forsmekkinn mátti sjá á Reykjavíkurflugvelli í kvöld þegar DC-3 vélin „Clipper Tabitha May“ lenti þar klukkan 18.10 eftir flug frá Narsarsuaq. Hún er einskonar undanfari hópsins. Stefnt er að því að hún haldi áfram för sinni áleiðis til Bretlands klukkan 10 í fyrramálið til að taka þátt í flugsýningum á Duxford-flugminjasafninu norðan við London fram til 1. júní. Flugmennirnir veifuðu íslenska fánanum út um glugga flugstjórnarklefans eftir að vélinni var lagt norðan við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Flugvélin verður síðan í Normandí fram til 10. júní en þar ná hátíðahöldin hámarki á D-deginum 6. júní. Á tímabilinu frá 10. – 18. júní tekur vélin þátt í viðburðum tengdum loftbrúnni til Berlínar. Clipper Tabitha May var smíðuð árið 1945 fyrir bandaríska herinn, sem seldi hana ónotaða til einkaaðila og var hún nýtt í atvinnuflugi allt fram til ársins 1995. Síðar eignuðust áhugamenn um sögu Pan Am-flugfélagsins vélina, gerðu hana upp og máluðu í litum félagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Ráðamenn Þristavinafélagsins vonast til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Fræðast má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Þetta eru allt svokallaðir „þristar“ á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í viðburðum í tilefni þess að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí árið 1944 og 70 ár frá loftbrúnni til Berlínar, sem hófst í júní 1948 og lauk í maí 1949. Þótt búist sé við vélunum eftir miðjan dag á morgun ríkir óvissa um tímasetningar, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu þeirra hérlendis. Þannig er hópflugið mjög háð veðri og vindum en veðurspá á Grænlandi, þaðan sem vélarnar koma í þessum áfanga, þótti tvísýn í dag. Áformað er að flugflotanum verði lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi gefist kostur á að skoða vélarnar á þriðjudag. Áætlað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag.Þristurinn Clipper Tabitha May svífur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Vísir/KMU.Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki og minnast menn þess ekki að viðlíka atburður hafi áður gerst í fluginu hérlendis, hvorki að svo margar vélar af þessari tegund hafi áður flogið saman í einum hópi til Íslands né að svo margir og gamlir „öldungar“ flugsins hafi lent áður hérlendis á sama degi. Þannig segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson að á stríðsárunum hafi þristar yfirleitt ekki verið fleiri en tveir og tveir saman í flugi yfir hafið til Íslands, en telur hugsanlegt að finna megi dæmi um að minni orustuvélum hafi verið flogið saman í svo stórum hópum til landsins. Forsmekkinn mátti sjá á Reykjavíkurflugvelli í kvöld þegar DC-3 vélin „Clipper Tabitha May“ lenti þar klukkan 18.10 eftir flug frá Narsarsuaq. Hún er einskonar undanfari hópsins. Stefnt er að því að hún haldi áfram för sinni áleiðis til Bretlands klukkan 10 í fyrramálið til að taka þátt í flugsýningum á Duxford-flugminjasafninu norðan við London fram til 1. júní. Flugmennirnir veifuðu íslenska fánanum út um glugga flugstjórnarklefans eftir að vélinni var lagt norðan við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Flugvélin verður síðan í Normandí fram til 10. júní en þar ná hátíðahöldin hámarki á D-deginum 6. júní. Á tímabilinu frá 10. – 18. júní tekur vélin þátt í viðburðum tengdum loftbrúnni til Berlínar. Clipper Tabitha May var smíðuð árið 1945 fyrir bandaríska herinn, sem seldi hana ónotaða til einkaaðila og var hún nýtt í atvinnuflugi allt fram til ársins 1995. Síðar eignuðust áhugamenn um sögu Pan Am-flugfélagsins vélina, gerðu hana upp og máluðu í litum félagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Ráðamenn Þristavinafélagsins vonast til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Fræðast má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07
Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30