Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Hvalur hf. hefur aldrei staðið skil á veiðidagbókum fyrirtækisins til Fiskistofu. Fréttablaðið/Anton Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira