Innlent

Karl leiðir unga Miðflokksmenn

Ari Brynjólfsson skrifar
Karl Liljendal Hólmgeirsson, nýr formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins.
Karl Liljendal Hólmgeirsson, nýr formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins.
Ungliðahreyfing Miðflokksins var formlega stofnuð um liðna helgi. Karl Liljendal Hólmgeirsson, varaþingmaður flokksins, var kjörinn formaður. Karl settist á þing fyrir flokkinn síðasta sumar og varð þá yngsti þingmaður frá upphafi, 20 ára og 355 daga gamall.

Nokkur aðdragandi var að stofnun ungliðahreyfingarinnar, fyrst var auglýstur stofnfundur í október í fyrra og síðan aftur í mars. Karl segir núverandi stjórn vera til bráðabirgða fram að næsta landsþingi Miðflokksins sem fer fram á næsta ári.

Fram undan bíður stórt verkefni. „Það þarf að koma félaginu af stað, fá fleiri til liðs við okkur og gera það sýnilegt. Ég ætla að byggja félagið upp til að það geti lifað til lengri tíma,“ segir Karl. „Við erum í góðu sambandi við stjórn flokksins. Nú eru erfiðir tímar og við þurfum að sækja fram af dugnaði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×