Ferðast með söl og hvönn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Gísli með nípur í körfu. Mynd/Gunnar Freyr/Icelandic Explorer Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira