Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það. Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það.
Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30
„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20