Skæruliðar Talíbana gerðu í dag árás á höfuðstöðvar lögreglunnar í afgönsku borginni Pul-e-Khumri í norðurhluta Afganistan.
Árásin hófst á því að sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp inni í höfuðstöðvunum. Fleiri árásarmenn hófu svo skothríð í kjölfarið.
BBC hefur eftir heilbrigðisstarfsmönnum í borginni að minnst 40 hafi týnt lífi sínu eða særst alvarlega í árásinni.
Talíbanar fremja reglulega árásir á hinar ýmsu opinberu stofnanir Afganistan en þessi skæruhernaðarmiðaði öfgatrúarhópur hefur aldrei ráðið yfir stærra svæði í landinu frá því honum var steypt af stóli árið 2001.
Mannskæð árás Talíbana á höfuðstöðvar lögreglu
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
