Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 5. maí 2019 23:48 Persónur og leikendur. frá vinstri, Dómsmálaráðherrann Barr- forsetinn Trump-Mueller rannsakandi. Getty/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira