Óbærilegt hjónaband Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. maí 2019 07:15 Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar