Greiddu hluthöfum milljarð í arð Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 19:37 Finnur Oddsson er forstjóri Origo Vísir/Vilhelm Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að til stæði að greiða arð til hluthafa en það var gert á ársfjórðungnum sem nú er liðin. Fréttin hefur verið leiðrétt vegna þeirra mistaka. Origo hf. hagnaðist um 213 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 26 milljónum. EBIDTA Origo var 237 milljónir á ársfjórðungnum, samanborið við 102 milljónir á sama tímabili í fyrra. Félagið greiddi einn milljarð króna í arð til hluthafa á tímabilinu. Í yfirlýsingu frá Origo segir að framlegð hafi verið 922 milljónir, samanborið við 908 milljónir í fyrra. Þá var eigið fé Origo 7,1 milljarður króna og eiginfjárhlutfall 62,1 prósent. Í lok árs 2017 var eiginfjárhlutfallið 66,4 prósent. Frekari upplýsingar og uppgjörið má finna hér.Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Origio, í yfirlýsingunni að rekstur félagsins hafi gengið ágætlega miðað við aðstæður. „Afkoma var betri en verið hefur mörg undanfarin ár. Tekjur jukust töluvert, að teknu tilliti til Tempo, og EBITDA batnaði mikið og nam tæplega 7% af veltu samanborið við tæp 3% í fyrra. Þessi niðurstaða er annars vegar til komin vegna styrkingar rekstrar á milli ára og hins vegar vegna breyttra aðferða við reikningsskil sem hafa áhrif á EBITDA,“ segir Finnur. „Undanfarna mánuði hefur ríkt óvissuástand á vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi sem olli því að mörg fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýjum verkefnum. Í því ljósi er árangur á fyrsta ársfjórðungi sérlega ánægjulegur og gefur vísbendingu um að stefnumótandi áherslur sem Origo markaði á síðasta ári séu farnar að skila sér í bættum rekstri. Við höfum hagrætt í skipulagi, aukið vægi hugbúnaðarlausna og lagt meiri áherslu á sjálfvirknivæðingu, bæði í eigin rekstri og fyrir viðskiptavini. Í febrúar sl. héldum við áfram með þessa vegferð með frekari einföldun á skipulagi, fækkun í hópi yfirstjórnenda og skarpari áherslu á sölustarf. Þessar breytingar hafa þegar átt þátt í að bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja afkomu. Áfram verður unnið að ýmsum verkefnum sem mun fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma.“ Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að til stæði að greiða arð til hluthafa en það var gert á ársfjórðungnum sem nú er liðin. Fréttin hefur verið leiðrétt vegna þeirra mistaka. Origo hf. hagnaðist um 213 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 26 milljónum. EBIDTA Origo var 237 milljónir á ársfjórðungnum, samanborið við 102 milljónir á sama tímabili í fyrra. Félagið greiddi einn milljarð króna í arð til hluthafa á tímabilinu. Í yfirlýsingu frá Origo segir að framlegð hafi verið 922 milljónir, samanborið við 908 milljónir í fyrra. Þá var eigið fé Origo 7,1 milljarður króna og eiginfjárhlutfall 62,1 prósent. Í lok árs 2017 var eiginfjárhlutfallið 66,4 prósent. Frekari upplýsingar og uppgjörið má finna hér.Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Origio, í yfirlýsingunni að rekstur félagsins hafi gengið ágætlega miðað við aðstæður. „Afkoma var betri en verið hefur mörg undanfarin ár. Tekjur jukust töluvert, að teknu tilliti til Tempo, og EBITDA batnaði mikið og nam tæplega 7% af veltu samanborið við tæp 3% í fyrra. Þessi niðurstaða er annars vegar til komin vegna styrkingar rekstrar á milli ára og hins vegar vegna breyttra aðferða við reikningsskil sem hafa áhrif á EBITDA,“ segir Finnur. „Undanfarna mánuði hefur ríkt óvissuástand á vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi sem olli því að mörg fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýjum verkefnum. Í því ljósi er árangur á fyrsta ársfjórðungi sérlega ánægjulegur og gefur vísbendingu um að stefnumótandi áherslur sem Origo markaði á síðasta ári séu farnar að skila sér í bættum rekstri. Við höfum hagrætt í skipulagi, aukið vægi hugbúnaðarlausna og lagt meiri áherslu á sjálfvirknivæðingu, bæði í eigin rekstri og fyrir viðskiptavini. Í febrúar sl. héldum við áfram með þessa vegferð með frekari einföldun á skipulagi, fækkun í hópi yfirstjórnenda og skarpari áherslu á sölustarf. Þessar breytingar hafa þegar átt þátt í að bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja afkomu. Áfram verður unnið að ýmsum verkefnum sem mun fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma.“
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira