Borgin slapp vel frá kjaradeilunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar