Borgin slapp vel frá kjaradeilunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun