Rekinn eftir að hafa birt mynd af apa í tengslum við fæðingu Archie Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2019 12:27 Danny Baker. Getty Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019 Bretland Kóngafólk Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019
Bretland Kóngafólk Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira