Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 07:31 Viðbragðsaðilar kanna skemmdir í kirkju heilags Antóníusar í Colombo á páskadag. Vísir/Getty Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira