Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 07:31 Viðbragðsaðilar kanna skemmdir í kirkju heilags Antóníusar í Colombo á páskadag. Vísir/Getty Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira