Heimilislaus maður og rotta sameinuð í Sydney Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 21:22 Chris (t.v.) og Lucy (t.h.). Facebook/NSWPOLICEFORCE Chris, heimilislaus maður frá Sydney í Ástralíu, átti endurfundi með gælurottunni sinni, Lucy, nú fyrir helgi. Hinn 59 ára gamli Chris var góðkunnur mörgum íbúum miðborgar Sydney, hvar hann sat löngum stundum á götuhorni meðan Lucy hvíldi í litlum kassa fyrir framan hann. Nýlega hvarf Lucy þó og Chris brá á það ráð að hengja upp auglýsingu á kassann þar sem hann lýsti eftir Lucy. Viðbrögð samfélagsins létu ekki á sér standa og af stað fór samfélagsmiðlaherferð þar sem fólk birti sínar eigin myndir af tvíeykinu í tilraun til þess að finna Lucy og koma henni aftur til síns heima. Þetta varð til þess að lögreglan í Nýja-Suður Wales tók málið til sín og lýsti eftir Lucy. Hún fannst loks eftir að kona sem hafði verið á gangi varð hennar vör og tók hana heim til sín til þess að hlúa að henni, þar sem konan hafði talið að Lucy hefði verið yfirgefin. Þegar lögreglan bað Chris um að staðfesta að raunverulega væri um Lucy að ræða sagði hann ekki nokkurn vafa leika á því. „Já, þetta er hún! Hún er blind á öðru auga. Hún man eftir mér!“ ku Chris hafa sagt við endurfundina. Þá baðst Chris afsökunar á að hafa „látið“ lögregluna hafa svona mikið fyrir málinu. „Mér líður frábærlega. Kærar þakkir allir,“ sagði Chris þegar Lucy var komin aftur á axlir eiganda síns. „Hún veit að hún hefur saknað mín líka,“ sagði hann að lokum, feginn því að hafa endurheimt ástkært gæludýr sitt.Great news! Officers from Sydney City Police Area Command have reunited a homeless man and his pet rat today, after she went missing last week. Thanks to our followers, Lucy was safely retrieved today and returned to her owner. pic.twitter.com/BPPe7lQZP9 — NSW Police Force (@nswpolice) April 18, 2019 Ástralía Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Chris, heimilislaus maður frá Sydney í Ástralíu, átti endurfundi með gælurottunni sinni, Lucy, nú fyrir helgi. Hinn 59 ára gamli Chris var góðkunnur mörgum íbúum miðborgar Sydney, hvar hann sat löngum stundum á götuhorni meðan Lucy hvíldi í litlum kassa fyrir framan hann. Nýlega hvarf Lucy þó og Chris brá á það ráð að hengja upp auglýsingu á kassann þar sem hann lýsti eftir Lucy. Viðbrögð samfélagsins létu ekki á sér standa og af stað fór samfélagsmiðlaherferð þar sem fólk birti sínar eigin myndir af tvíeykinu í tilraun til þess að finna Lucy og koma henni aftur til síns heima. Þetta varð til þess að lögreglan í Nýja-Suður Wales tók málið til sín og lýsti eftir Lucy. Hún fannst loks eftir að kona sem hafði verið á gangi varð hennar vör og tók hana heim til sín til þess að hlúa að henni, þar sem konan hafði talið að Lucy hefði verið yfirgefin. Þegar lögreglan bað Chris um að staðfesta að raunverulega væri um Lucy að ræða sagði hann ekki nokkurn vafa leika á því. „Já, þetta er hún! Hún er blind á öðru auga. Hún man eftir mér!“ ku Chris hafa sagt við endurfundina. Þá baðst Chris afsökunar á að hafa „látið“ lögregluna hafa svona mikið fyrir málinu. „Mér líður frábærlega. Kærar þakkir allir,“ sagði Chris þegar Lucy var komin aftur á axlir eiganda síns. „Hún veit að hún hefur saknað mín líka,“ sagði hann að lokum, feginn því að hafa endurheimt ástkært gæludýr sitt.Great news! Officers from Sydney City Police Area Command have reunited a homeless man and his pet rat today, after she went missing last week. Thanks to our followers, Lucy was safely retrieved today and returned to her owner. pic.twitter.com/BPPe7lQZP9 — NSW Police Force (@nswpolice) April 18, 2019
Ástralía Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira