Beita þjóðir refsiaðgerðum sem kaupa olíu af Íran Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2019 15:31 Bandaríkin endurvöktu refsiaðgerðir gegn Íran í nóvember. Getty/Staton R. Winter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni. Bandaríkin Íran Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni.
Bandaríkin Íran Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira