Amazon biðst afsökunar á Game of Thrones leka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 15:44 Ekki er víst að Jon Snow yrði ánægður með Amazon vegna lekans. Forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa þó ekki að hafa mikla áhyggjur af honum, þar sem hann er ekki til í alvöru. Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur beðist afsökunar á því að hafa lekið öðrum þætti lokaþáttaraðar hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones, nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Fyrirtækið segir að rekja megi lekann til kerfisvillu hjá streymisveitu fyrirtækisins, Amazon Prime Video. „Við hörmum það að um stutta stund var áskrifendum að Amazon Prime í Þýskalandi veittur aðgangur að öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Þetta var kerfisvilla sem hefur verið leiðrétt,“ sagði talsmaður Amazon um málið. Þrátt fyrir að þættinum hafi snögglega verið kippt út af streymisveitunni eftir að upp komst um villuna náðu þó nokkrir aðdáendur þáttanna að horfa á þáttinn í heild sinni, áður en mistökin voru leiðrétt.You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThronespic.twitter.com/0mN08RFYvz — Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019 Þetta er önnur vikan í röð þar sem Game of Thrones þáttur hefur birst ótímabært á Internetinu, það er, áður en að frumsýningu var komið. Í síðustu viku gátu áskrifendur að streymisveitu samskiptafyrirtækisins AT&T, DirectTV Now, barið fyrsta þátt áttundu þáttaraðar augum nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Amazon Game of Thrones Þýskaland Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur beðist afsökunar á því að hafa lekið öðrum þætti lokaþáttaraðar hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones, nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Fyrirtækið segir að rekja megi lekann til kerfisvillu hjá streymisveitu fyrirtækisins, Amazon Prime Video. „Við hörmum það að um stutta stund var áskrifendum að Amazon Prime í Þýskalandi veittur aðgangur að öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Þetta var kerfisvilla sem hefur verið leiðrétt,“ sagði talsmaður Amazon um málið. Þrátt fyrir að þættinum hafi snögglega verið kippt út af streymisveitunni eftir að upp komst um villuna náðu þó nokkrir aðdáendur þáttanna að horfa á þáttinn í heild sinni, áður en mistökin voru leiðrétt.You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThronespic.twitter.com/0mN08RFYvz — Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019 Þetta er önnur vikan í röð þar sem Game of Thrones þáttur hefur birst ótímabært á Internetinu, það er, áður en að frumsýningu var komið. Í síðustu viku gátu áskrifendur að streymisveitu samskiptafyrirtækisins AT&T, DirectTV Now, barið fyrsta þátt áttundu þáttaraðar augum nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur.
Amazon Game of Thrones Þýskaland Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira