Ingó Veðurguð loksins til Bahama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 17:49 Ingó nýtur nú sólarinnar á Bahama. Instagram/@ingo_vedurgud „Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan. Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan.
Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira