Bætt þjónusta við eldri borgara í Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2019 11:09 Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun