Neðansjávarfornleifafræðingar hafa fundið flak ástralsks vöruflutningaskips á hafsbotni undan suðausturströnd Ástralíu. Skipinu var grandað af japönskum kafbáti í seinna stríði.
Skipinu SS Iron Crown var sökkt eftir að tundurskeyti var skotið á það þann 4. júní 1942 fyrir utan strönd Viktoríu-ríkis. Skipið, sem var að flytja málm, sökk á innan við mínútu og fórust samtals 38 af þeim 43 sem voru um borð.
Ástralskir fjölmiðlar segja skipið vara nokkuð heilt en það fannst á um 700 metra dýpi, um hundrað kílómetrum frá landi.
Á árunum 1942 og 1943 sendu Japanir þrettán kafbáta að austurströnd Ástralíu og grönduðu þeir samtals 22 skipum. Alls fórust 194 manns í árásunum.

