Óþarfa lagabreyting um eitt leyfisbréf Guðríður Arnardóttir skrifar 23. apríl 2019 15:54 Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar