Óþarfa lagabreyting um eitt leyfisbréf Guðríður Arnardóttir skrifar 23. apríl 2019 15:54 Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun