Nikola Jokic skoraði 43 stig fyrir Denver en það dugði gestunum ekki til sigurs þar sem LaMarcus Aldridge og DeMar DeRozan stigu upp fyrir Spurs sem vann leikinn 120-103.
Denver réði lögum inni í teignum og skoraði 72 stig þar á móti 36 frá Spurs en heimamenn skutu vel af lengra færi og komu flest stig þeirra þannig.
San Antonio bauð upp á mikla liðsframmistöðu þar sem fimm leikmenn náðu að skora tveggja stafa tölu og það kom gott framlag af bekknum, 36 stig.
Staðan í einvíginu er nú 3-3 og liðin mætast í oddaleik á laugardagskvöld í Denver.