Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til að þrýsta á innköllun Sighvatur Jónsson skrifar 26. apríl 2019 12:30 Eigandi Ópal sjávarfangs segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun til að koma í veg fyrir frekari listeríusmit í vinnslu fyrirtækisins. Vísir/Egill Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan. Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan.
Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30
Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00
Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00