Spáir stöðugleika framundan á Spáni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. apríl 2019 20:00 Leiðtogar fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á spænska þinginu. AP/Raul Tejedor Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“ Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“
Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15