Írski lýðveldisherinn sér Brexit sem tækifæri Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 10:26 Frá útför Lyru McKee, blaðakonunnar sem Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa drepið. Vísir/EPA Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur gefið írskum þjóðernissinnum á Norður-Írlandi tækifæri til að minna á baráttu sína gegn yfirráðum Breta. Þetta segir forysta Nýja írska lýðveldishersins við breska blaðið Sunday Times. Norður-Írland hefur verið í brennidepli vegna útgöngunnar. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við ESB er sá sem varðar svonefnda baktryggingu á Írlandi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæraeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Óttast hefur verið að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands gæti kynnt aftur undir trúardeilum á milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi og að þau gætu ógnað friðarsamkomulaginu sem skrifað var undir á föstudaginn langa árið 1998. Nú segja leiðtogar Nýja írska lýðveldishersins, eins nokkurra lítilla hópa sem er andsnúinn friðarsamningnum og berjast gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi, að Brexit sé tækifæri fyrir þá. „Brexit hefur neytt IRA til þess að einbeita sér aftur og undirstrikað að Írland er enn sundrað. Það væri kæruleysi af okkur að nýta okkur ekki þetta tækifæri. Þetta hefur sett landamærin aftur á dagskrána,“ hefur Sunday Times eftir einum leiðtoga samtakanna. Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á morðinu á Lyru McKee, 29 ára gamalli blaðakonu, í Londonderry í síðustu viku. McKee fylgdist með óeirðum þar sem liðsmenn samtakanna skutu á lögreglumenn þegar hún varð sjálf fyrir skoti.Reuters-fréttastofan segir að samtökin séu mun minni en upphaflegi Írski lýðveldisherinn sem afvopnaðist eftir friðarsamningana. Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 með samruna þriggja af fjórum helstu samtökum írskra þjóðernissinna. „Svo lengi sem Bretar eru á Írlandi og landið er hlutað í sundur verður IRA til staðar,“ hefur blaðið eftir leiðtoga hópsins. Bretland Brexit Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11 Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18 Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur gefið írskum þjóðernissinnum á Norður-Írlandi tækifæri til að minna á baráttu sína gegn yfirráðum Breta. Þetta segir forysta Nýja írska lýðveldishersins við breska blaðið Sunday Times. Norður-Írland hefur verið í brennidepli vegna útgöngunnar. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við ESB er sá sem varðar svonefnda baktryggingu á Írlandi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæraeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Óttast hefur verið að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands gæti kynnt aftur undir trúardeilum á milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi og að þau gætu ógnað friðarsamkomulaginu sem skrifað var undir á föstudaginn langa árið 1998. Nú segja leiðtogar Nýja írska lýðveldishersins, eins nokkurra lítilla hópa sem er andsnúinn friðarsamningnum og berjast gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi, að Brexit sé tækifæri fyrir þá. „Brexit hefur neytt IRA til þess að einbeita sér aftur og undirstrikað að Írland er enn sundrað. Það væri kæruleysi af okkur að nýta okkur ekki þetta tækifæri. Þetta hefur sett landamærin aftur á dagskrána,“ hefur Sunday Times eftir einum leiðtoga samtakanna. Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á morðinu á Lyru McKee, 29 ára gamalli blaðakonu, í Londonderry í síðustu viku. McKee fylgdist með óeirðum þar sem liðsmenn samtakanna skutu á lögreglumenn þegar hún varð sjálf fyrir skoti.Reuters-fréttastofan segir að samtökin séu mun minni en upphaflegi Írski lýðveldisherinn sem afvopnaðist eftir friðarsamningana. Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 með samruna þriggja af fjórum helstu samtökum írskra þjóðernissinna. „Svo lengi sem Bretar eru á Írlandi og landið er hlutað í sundur verður IRA til staðar,“ hefur blaðið eftir leiðtoga hópsins.
Bretland Brexit Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11 Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18 Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11
Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent