Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 15:25 Telja þarf æði mörg atkvæði. Donal Husni/Getty Yfir 270 starfsmenn allsherjarkosninga í Indónesíu eru látnir. Flest dauðsföllin má rekja til þreytu sökum langrar vinnu við að handtelja atkvæði kjósenda í forseta- og tvennum þingkosningum landsins. Arief Priyo Susanto, talsmaður yfirkjörstjórnar kosninganna, segir 1878 starfsmenn til viðbótar hafa lagst í veikindi. Vinna við að telja atkvæðin hófst þegar Indónesíubúar gengu að kjörborðinu 17. apríl síðastliðinn. Kjörsókn var um 80% sem þýðir að telja þurfti 155 milljónir atkvæða í hverjum kosningum fyrir sig. Alls var kosið á 800 þúsund kjörstöðum. Þetta gríðarstóra verkefni virðist sannarlega hafa tekið sinn toll á starfsmenn kjörstjórnar en 272 þeirra hafa verið staðfestir látnir sökum yfirvinnutengdra veikinda. Yfirkjörstjórn Indónesíu hyggst bæta fjölskyldum þeirra sem látist hafa ástvinamissinn með því að greiða um 36 milljónir rúpía á hvern látinn starfsmann. Það eru rúmar 300 þúsund íslenskar krónur og jafngildir árslaunum lágmarkslaunastarfsmanns í Indónesíu. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var til forseta, landsþings og staðbundinna þinga á sama tíma í Indónesíu og telja margir það vera ástæðu fyrir því gríðarlega álagi sem starfsfólk kjörstjórnar stóð frammi fyrir. Joko Widodo, forseti Indónesíu, og Prabowo Subianto, forsetaframbjóðandi, hafa lýst yfir sigri í kosningunum til forseta. Útgönguspár benda þó til þess að Widodo hafi haft betur með allt að tíu prósentustiga mun. Gert er ráð fyrir að talningu atkvæða ljúki 22. maí næstkomandi. Indónesía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Yfir 270 starfsmenn allsherjarkosninga í Indónesíu eru látnir. Flest dauðsföllin má rekja til þreytu sökum langrar vinnu við að handtelja atkvæði kjósenda í forseta- og tvennum þingkosningum landsins. Arief Priyo Susanto, talsmaður yfirkjörstjórnar kosninganna, segir 1878 starfsmenn til viðbótar hafa lagst í veikindi. Vinna við að telja atkvæðin hófst þegar Indónesíubúar gengu að kjörborðinu 17. apríl síðastliðinn. Kjörsókn var um 80% sem þýðir að telja þurfti 155 milljónir atkvæða í hverjum kosningum fyrir sig. Alls var kosið á 800 þúsund kjörstöðum. Þetta gríðarstóra verkefni virðist sannarlega hafa tekið sinn toll á starfsmenn kjörstjórnar en 272 þeirra hafa verið staðfestir látnir sökum yfirvinnutengdra veikinda. Yfirkjörstjórn Indónesíu hyggst bæta fjölskyldum þeirra sem látist hafa ástvinamissinn með því að greiða um 36 milljónir rúpía á hvern látinn starfsmann. Það eru rúmar 300 þúsund íslenskar krónur og jafngildir árslaunum lágmarkslaunastarfsmanns í Indónesíu. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var til forseta, landsþings og staðbundinna þinga á sama tíma í Indónesíu og telja margir það vera ástæðu fyrir því gríðarlega álagi sem starfsfólk kjörstjórnar stóð frammi fyrir. Joko Widodo, forseti Indónesíu, og Prabowo Subianto, forsetaframbjóðandi, hafa lýst yfir sigri í kosningunum til forseta. Útgönguspár benda þó til þess að Widodo hafi haft betur með allt að tíu prósentustiga mun. Gert er ráð fyrir að talningu atkvæða ljúki 22. maí næstkomandi.
Indónesía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira