Körfubolti

Boston tók forystuna gegn Milwaukee

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Boston Celtics er komið í 1-0 gegn Milwaukee Bucks er liðin mættust í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í kvöld.

Það var kraftur í Boston strax frá upphafi leiksins en þeir voru níu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Milwaukee kom þó til baka í öðrum leikhlutanum og staðan, 52-50, Boston í vil í hálfleik.







Það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Boston. Þeir unnu hann með fimmtán stigum og komust í góða forystu fyrir síðasta leikhlutann. Lokatölur svo 112-90, sigur Boston.

Kyrie Irving var stigahæstur í liði Boston. Hann skoraði 26 stig auk þess að gefa ellefu stoðsendingar og taka sjö fráköst. Al Horford bætti við 20 stig og ellefu fráköstum.

Í liði Milwaukee var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 22 stig en hann tók átta fráköst einnig. Khris Middletonbætti við 16 stigum og tók tíu fráköst.







Boston er því komið í 1-0 í einvíginu í átta liða úrslitunum en vinna þar fjóra leiki til þess að komast í undanúrslit NBA-deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×