Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2019 06:00 Á kjörstað í Banda Aceh fyrr í mánuðinum. Nordicphotos/AFP Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. Þetta hafði breska ríkisútvarpið eftir Arief Priyo Susanto, talsmanni landskjörstjórnar, í gær. Einnig hafa 1.878 þurft að hverfa frá störfum vegna veikinda. Kosningarnar voru fjölmennar. Alls greiddu um 80 prósent 193 milljóna atkvæðabærra Indónesíumanna atkvæði í kosningunum á um 800.000 kjörstöðum. Þær sjö milljónir sem hafa komið að talningu atkvæða frá kosningunum 17. apríl hafa, samkvæmt BBC, þurft að vinna nótt sem nýtan dag í miklum hita. Atkvæði eru handtalin og hafa aðstæðurnar reynst of erfiðar fyrir þennan fjölda fólks. Stór hluti þeirra sem telja atkvæði gerir það í sjálfboðaliðastarfi. Ólíkt fastráðnum starfsmönnum þurfa sjálfboðaliðar ekki að gangast undir læknisskoðun. Kjörstjórn ætlar að greiða fjölskyldum hinna látnu 36 milljónir rúpía í skaðabætur, andvirði um 300.000 króna. Sú upphæð samsvarar um það við tólf mánuðum á lágmarkslaunum. Opinberar niðurstöður forsetakosninga liggja ekki enn fyrir. Kannanir benda til þess að Joko Widodo hafi náð endurkjöri. Andstæðingurinn, Prabowo Subianto, telur að niðurstöður þeirra kannana séu alrangar. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. Þetta hafði breska ríkisútvarpið eftir Arief Priyo Susanto, talsmanni landskjörstjórnar, í gær. Einnig hafa 1.878 þurft að hverfa frá störfum vegna veikinda. Kosningarnar voru fjölmennar. Alls greiddu um 80 prósent 193 milljóna atkvæðabærra Indónesíumanna atkvæði í kosningunum á um 800.000 kjörstöðum. Þær sjö milljónir sem hafa komið að talningu atkvæða frá kosningunum 17. apríl hafa, samkvæmt BBC, þurft að vinna nótt sem nýtan dag í miklum hita. Atkvæði eru handtalin og hafa aðstæðurnar reynst of erfiðar fyrir þennan fjölda fólks. Stór hluti þeirra sem telja atkvæði gerir það í sjálfboðaliðastarfi. Ólíkt fastráðnum starfsmönnum þurfa sjálfboðaliðar ekki að gangast undir læknisskoðun. Kjörstjórn ætlar að greiða fjölskyldum hinna látnu 36 milljónir rúpía í skaðabætur, andvirði um 300.000 króna. Sú upphæð samsvarar um það við tólf mánuðum á lágmarkslaunum. Opinberar niðurstöður forsetakosninga liggja ekki enn fyrir. Kannanir benda til þess að Joko Widodo hafi náð endurkjöri. Andstæðingurinn, Prabowo Subianto, telur að niðurstöður þeirra kannana séu alrangar.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira