Innlent

Íslenskt gras í útrás erlendis

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Kannabis er ræktað í miklum mæli hér.
Kannabis er ræktað í miklum mæli hér. Fréttablaðið/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísbendingar um að kannabisefni séu framleidd til útflutnings hér á landi. Um árabil hefur íslenski marijúanamarkaðurinn verið sjálfbær og innflutningur á hassi nær enginn. Nú virðist vera eftirspurn eftir íslensku grasi.

Karlmaður var nýverið sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir vörslu á tæpum fjórum kílóum af kannabisefnum, ætluðum til sölu og dreifingar. Efnin fundust við leit í brottfararafgreiðslu Norrænu á leið til Færeyja.

Af dóminum er ljóst að litið er svo á að maðurinn hafi ætlað sér að selja efnin erlendis. Þótt heimilt sé að ákæra menn fyrir útflutning, er það sjaldnast gert, enda teljast menn ekki hafa fullframið slíkt brot ef komið er í veg fyrir útflutninginn. Var maðurinn því aðeins ákærður fyrir vörslur.

Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir einnig að Ísland sé viðkomustaður efna, þar á meðal hass, sem senda eigi áfram til annarra landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×