Innlent

Björgvin Guðmundsson látinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. apríl. Björgvin fæddist í Reykjavík, 13. september 1932.

Hann nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og starfaði um árabil sem blaðamaður og fréttaritstjóri á Alþýðublaðinu og á Vísi. Einnig við dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu.

Björgvin var borgarráðsmaður fyrir Alþýðuflokkinn í 12 ár og starfaði í Stjórnarráðinu í 28 ár.

Á síðustu árum barðist Björgvin fyrir kjörum aldraðra og ritaði fjölmargar greinar um málefnið. Margar birtust í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×