Kevin Durant fékk sína sextándu tæknivillu á tímabilinu þegar Golden State Warriors tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 132-117, í NBA í fyrrinótt.
Venjulega fara leikmenn í eins leiks bann þegar þeir fá sextándu tæknivilluna á tímabilinu. Eftir það fá þeir eins leiks bann fyrir hverja tæknivillu.
En þar sem leikurinn í fyrrinótt var í lokaumferð NBA-deildarinnar fer Durant ekki í bann þar sem bannið fylgir leikmönnum ekki inn í úrslitakeppnina.
Durant verður því með Golden State þegar liðið mætir Los Angeles Clippers í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni um helgina.
Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt. Hann var níundi stigahæsti leikmaður NBA í vetur með 26,0 stig að meðaltali í leik.
Golden State hefur orðið NBA-meistari tvisvar sinnum í röð og þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.
Durant ekki í bann

Tengdar fréttir

Af hverju eru þessir leikmenn að hætta í NBA?
Detroit Pistons varð í nótt sextánda og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en lið Charlotte Hornets og Miami Heat sátu eftir. Í fyrrinótt kvöddu Dirk Nowitzki og Dwyane Wade heimafólkið sitt og í nótt sögðu þeir endanlega bless við NBA-liðina og það með stæl.

Svona lítur úrslitakeppni NBA-deildarinnar út í ár
Lokaumferð NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram í nótt og nú er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni þar sem sextán bestu lið NBA-deildarinnar keppast um sæti í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar.